VELKOMIN Á SJÁVARBORG
Staður með útsýni yfir hafið
UM SJÁVARBORG
Veitingastaður á Hvammstanga.
Sjávarborg opnaði árið 2015 og er staðsett á efri hæð Selaseturs Íslands, í húsi sem eitt sinn gengdi hlutverki frystihúss. Sjávarborg er við höfnina á Hvammstanga með glæsilegu útsýni yfir hafið. Oft sjást hvalir synda um fjörðinn.
Staðurinn tekur 100 manns í sæti en hefur leyfi fyrir 130 manns.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil þar sem lögð er áhersla á íslenskt og ferskt hráefni.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
VEITINGAR
HÁDEGI
Réttur dagsins:
Alla virka daga
frá 11:30-13:30
ásamt hefðbundnum matseðli.
Réttur dagsins: 3150 kr.
Súpa og salat fylgja með.
Súpa & brauð: 2350 kr.
Vikumatseðilinn má finna á Facebook-síðunni okkar.
MATSEÐILL
Alla daga
frá 11:30 - 22:00
Eldhúsið er opið til
kl. 21:00 á kvöldin.
Forréttir, aðalréttir, sjávarfang, kjötmeti, hamborgarar, veganréttir, barnamatseðill og eftirréttir.
HÓPAR
10 manns eða fleiri.
Hafið samband við okkur í gegnum síma eða tölvupóst til að bóka fyrir hópa. Hópamatseðilinn okkar má finna hér á heimasíðunni. Ef þið eruð með séróskir ekki hika við að hafa samband, við erum mjög sveigjanleg.
OPNUNARTÍMI
Borðaðu á staðnum eða taktu með.
Alla daga frá 11:30 - 22:00.
Eldhúsið er opið til kl. 21:00.